Friday, November 23, 2007

Ölvið ykkur!

Við eigum sífellt að vera ölvuð. Allt er undir því komið: það eitt skiptir máli. Ef þið viljið ekki finna ógnarhramm tímans leggjast á herðar ykkar og sliga ykkur í duftið, þá verðið þið að ölva ykkur viðstöðulaust. En með hverju? Víni, skáldskap eða dyggðum, eftir geðþótta ykkar. En ölvið ykkur. Og ef svo ber við á hallartröppum, á grænu grasi einhvers skurðar, í grárri einveru hússins, að þið vaknið og ölvunin hefur dvínað eða er horfin, þá spyrjið vindinn, ölduna, stjörnuna, fuglinn, klukkuna, allt sem flýr, allt sem emjar, allt sem veltur, allt sem syngur, allt sem talar, spyrjið hvað tímanum líði; og vindurinn, aldan, stjarnan, fuglinn, klukkan munu svara ykkur: "Það er ölvunarstund! Losið ykkur undan þrældómsoki tímans með því að vera sífellt ölvuð. Af víni, skáldskap eða dyggðum, allt eftir geðþótta."

(Úr Litlum prósaljóðum)

Sunday, November 11, 2007

Prófa aftur.

Ég gerði heiðarlega tilraun í fyrra en týndi blogginu mínu. Hér er tilraun númer tvö.